Guðný María Arnþórsdóttir hefur vakið athygli þjóðarinnar upp á síðkastið með tónlist sinni og myndböndum, Eins og til dæmis þessu.
Það var einmitt þetta lag sem að skaut henni upp á sjónarsviðið.
Brátt varð hún umtöluð og hefur síðan þá sett inn mörg lög sem hafa einnig fengið góðar viðtökur.
Forvitna ég varð að vita meira um hana, svo ég bauð henni að koma í viðtal.
Við hittumst og fengum okkur kaffi og fékk ég að heyra það sem hún Guðný hafði að segja.
Mér datt aldrei í hug að þetta væri það sem að ég væri að fara að gera
-segir Guðný en eftir að hún setti þetta lag á samfélagsmiðlana fór hún að fá beiðnir um að spila á viðburðum, svo hún samdi fleiri lög og hefur nú spilað víða.
Fyrst fannst mér þetta svolítið skrýtið, öll þessi athygli en svo fór ég að njóta þess að gera þetta
Guðný er ættuð úr Þingeyjarsveit en er búsett í Reykjavík í dag. Þegar að ég spurði hana út í tónlistina sagði hún mér að hún hafi verið farin að lesa nótur áður en hún fór að lesa stafi. Hún hefur því alltaf haft mikla unun á tónlist, en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að hún fór að sinna henni af alvöru.
Áður starfaði Guðný við Íþróttahúsið í Garðabæ og hefur hún líka verið margsinnis aukaleikari fyrir hin ýmsu verkefni. Hún hefur mikinn áhuga á allskonar hreyfingu og nefnir þar helst Zumba og segist hún elska að dansa.
Guðný segist stöðugt hugsa um tónlist en er á sama tíma að skrifa bók. Það er nóg að gera hjá Guðnýju því það er líka verið að gera heimildarmynd um hana um þessar mundir
Tónlistina og myndböndin vinnur hún sjálf ásamt því að spila undir í lögunum – en hún er píanónámi hjá honum Björgvini Valdimarssyni.
En hver er draumurinn?
Mig langar alltaf að gera betri og betri tónlist en draumurinn er að koma lögunum mínum í spilun í útvarpi
Guðný hefur mikið verið að koma fram við alls kyns tækifæri en fólk hefur tekið henni mjög vel. Þegar vel stendur á getur hún verið að koma fram um nánast hverja helgi og segist hún elska að troða upp með lögin sín.
Aðspurð um hvort hún hafi upplifað einhverskonar fordóma í öllu þessu og segir hún mér að hún hafi fundið svolítið af þeim en að þeir væru eingöngu frá fullorðnu fólki sem hafði aldursfordóma.
hjá fullorðna fólkinu er eins og að maður eigi bara að hætta að lifa og hafa gaman þegar að maður er komin yfir einhvern ákveðinn aldur
Vinsælustu lögin hennar Guðnýjar eru:
Okkar, Okkar páskar, Sumarhitiog Helgarfrí
En Guðný segir að þau hafi öll fengið mjög mikla spilun.
Guðný hefur gengið í gegn um mjög erfiðar hluti í lífi sínu. Heimilisaðstæður hennar þegar að hún var barn voru ekki góðar og þegar hún komst á fullorðinsár upplifði hún það versta sem nokkur kona getur upplifað, að missa barn. Hún missti ekki bara eitt barn, heldur þrjú. Ástæðan fyrir andlátum barnanna mátti rekja til erfðagalla föður þeirra, þáverandi maka Guðnýjar.
Eftir þessi áföll upplifði Guðný mikla sorg og erfiðleika eins og gefur að skilja.
Guðný hefur einnig þurft að flýja ofbeldissamband og dvaldi hún um stund úti í Englandi í felum. Segir hún að það hafi tekið mjög á sálina en aðallega vegna barnanna hennar.
Þrátt fyrir allt heldur hún höfði sínu hátt og brosir. Guðný er kraftmikil og hress og segir hún mér stolt frá ömmubörnunum sínum, en hún á fjögur lifandi börn og segist hún finna stuðning frá þeim í því sem hún gerir.
Hægt er að sjá nýjasta lagið hennar hér: Tjilla með þér
Guðný er einhleyp og segist sjaldan verða skotin, en ef það gerist segist hún engu stjórna.
,,Allt getur gerst”
Hægt er að fylgjast með Guðnýju á snapchat undir notandanafninu: gmariaarn
Einnig er hægt að bóka hana í veisluna/partýið í síma: 6912425
Eða í gegn um Emailið hennar: gudny7@gmail.com
Anna Karen er tveggja barna móðir búsett í höfuðborginni. Hún er mikill húmoristi og elskar allt sem má kalla „tabú“.
Anna er mjög ofvirk og gleymin en er með hjartað um það bil á réttum stað. Jákvæðni og gleði er það sem hún vill deila til allra þeirra sem lesa greinarnar hennar ásamt því að markmið hennar er að taka þátt í að stuðla að bættri líkamsímynd og betra sjálfstrausti í samfélaginu.
„Að sýna hlýju, þolinmæði og skilning er með því dýrmætasta sem við getum gefið. En aðeins ef við getum gefið okkur það sjálf“- AKS