Þetta er alveg sjúklega góð kaka. Mjúk, stökk, blaut og dýrðleg. Rífur bragðlaukana út á dansgólfið. Af því að ég er löt, hrikalega löt, þá notaði ég Betty Crocker Brownie Mix.
Ef þið hafið nennu þá má vel búa til brownie frá grunni. Ég nennti því ekki. Alveg alls ekki. Hitt er bara svo einfalt og fljótlegt. Og ljúffengt.
Brownie með KitKat-fyllingu
Betty Crocker Brownie Mix (egg, vatn og olía)
5-6 stykki KitKat (ég notaði KitKat Cookies and Cream í þessa uppskrift)
Útbúið Browniemixið samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Setjum helminginn af deiginu í meðalstórt eldfast mót.
Röðum KitKat ofan á. Borðum tvær lengjur. Að minnsta kosti.
Smyrjum afganginum af deiginu yfir. Inn í ofn á 180° í 20-25 mínútur.
Hnossgæti par exelans!
Tengdar greinar:
Brownie með Marsfyllingu – Uppskrift
Vikumatseðill: Fiskisúpa að vestan og Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi
Brownie-kaka með hindberjarjóma – Óendanlega góð kaka!
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.