Gjöfulasta rolla heims er fundin, gott fólk og hún býr í Ástralíu. Sú hin sama villtist upp á fjöll og var í felum um talsvert skeið en það voru tveir ástralskir (og furðu lostnir) bændur sem komu loks höndum yfir rolluna hárprúðu, sem er af merinokyni.
Loðboltinn mun að öllum líkindum gefa af sér heil 25 kíló af fyrsta flokks merinoull við rúningu og slær þannig heimsmetið sem nágranni hennar í Nýja Sjálandi státar af sem stendur.
Merino-boltinn fannst á ráfi um ástralskar lendur sl. sunnudag og var ekki erfitt að fanga dýrið.
Hann sá ekkert, blessaður, fyrir allri ullinni. Svo það var ekkert mál að fanga hann. Ég læddist bara aftan að honum og greip þéttingsfast í feldinn – Peter Hazell, lánsami bóndinn sem fangaði rolluna Shaun.
Til stendur að rýja Shaun á næstu dögum og vigta ullina, en Shrek, hinn nýsjálenski bróðir þess ástralska mun þannig að öllum líkindum glata titlinum sem hann áður stoltur bar sem gjöfulasta rolla veraldar.
Að því sögðu er þeirri spurningu svarað; hvaðan hin eftirsótta merinoull kemur en hér má sjá loðboltann Shaun:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.