Í fyrsta lagi hvernig veistu að þú ert að horfa á of mikið klám?
Hér eru fimm hlutir sem ættu að hringja nokkrum viðvörunarbjöllum og
við skulum öll viðurkenna að afneitun er nú aldrei góðs viti.
#1 þú hefur ekki tíma í neitt annað!
Þú eyðir öllum þínum frítíma fyrir framan tölvuna og horfir á klám, mjög líklegt að þú sért orðin háður.
#2 þú verður pirraður í hvert einasta skipti og þú ert komin aftur í “raunveruleikann”
þér finnst kannski voða gott að kippa í svona rétt á meðan klámið er í gangi, en strax og þú hefur klárað þá verðurðu pirraður við sjálfan þig og jafnvel hatar sjálfan þig.
Kannski komin tími til þess að draga línuna!
#3 þér finnst þú bjargarlaus allan daginn!
Þú hefur bara ekkert val, þú VERÐUR að horfa á klám og þú ert orðin háður. Þú saknar þess á meðan þú ert í vinnunni og þegar þú ert í raun og veru upptekinn. Þér kitlar í puttana þegar þú situr í tölvunni með vinum þínum af því þig langar svo að skoða nokkrar,,fullorðinssíður”
#4 þú getur ekki beðið eftir því að verða einn!
Þú elskar að vera einn með sjálfum þér og sérstaklega þegar þú hefur tíma til að kippa í.
Á meðan venjulegt fólk þolir ekki að vera aleitt í langan tíma þá gætir þú eitt mörgum klukkustunum aleinn með klámsafninu þínu.
#5 þú eyðir meira en klukkutíma á dag í það að horfa á klám.
Bæði konur og karlar horfa á klám en flestir draga nú einhverstaðar mörkin.
Eyðir þú kannski nokkrum klukkutímum á dag í það að horfa á klám? Ertu alltaf að skoða eitthvað æsandi í tölvunni þinni? Ef þú svaraðir einhverjum af þessum hlutum rétt þá er mjög líklegt að þú sért annað hvort háður klámi eða á barmi þess að verða háður!