Ef þú ert fyrir mexíkanskan mat muntu elska þennan fiskrétt. Ég reyndar er viss um að allir elski þennan fiskrétt, því hann er svo góður!
Þessi réttur er frá henni Röggu minni úr bókinni Rögguréttir.
Uppskrift:
800 gr ýsa
300 gr nachos flögur
50 gr blaðlaukur
100 gr paprika
125 gr rjómaostur með hvítlauk
300 ml salsasósa
salt og pipar
Aðferð:
Eldfast mót smurt með smjöri. Nachos flögurnar settar í mótið og fisknum raðað yfir þær. fiskurinn kryddaður með salt og pipar.
Grænmetið fín saxað og stráð yfir fiskinn. Salsasósunni og rjómaostinum er dreift yfir og svo er bara að baka þetta í ofni við 175 gráður í 25 mínútur.
Sjá meira: Beikon ídýfa
Hrikalega gott að hafa ferskt salat og ískalt hvítvín með.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!