Mexíkófiskur með nachos og salsa

Ef þú ert fyrir mexíkanskan mat muntu elska þennan fiskrétt. Ég reyndar er viss um að allir elski þennan fiskrétt, því hann er svo góður!

Þessi  réttur er frá henni Röggu minni úr bókinni Rögguréttir.

Uppskrift:

800 gr ýsa

300 gr nachos flögur

50 gr blaðlaukur

100 gr paprika

125 gr rjómaostur með hvítlauk

300 ml salsasósa

salt og pipar

Aðferð:

Eldfast mót smurt með smjöri. Nachos flögurnar settar í mótið og fisknum raðað yfir þær. fiskurinn kryddaður með salt og pipar.

Grænmetið fín saxað og stráð yfir fiskinn. Salsasósunni og rjómaostinum er dreift yfir og svo er bara að baka þetta í ofni við 175 gráður í 25 mínútur.

Sjá meira: Beikon ídýfa

Hrikalega gott að hafa ferskt salat og ískalt hvítvín með.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here