Mexikósk ýsa
Fyrir 2-3
Innihald
450 g ýsuflök, roðflett og beinhreinsuð
100 g magur ostur, rifinn
4 dl salsa
Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt) og svartur pipar
1 tómatur, skorinn í þunnar sneiðar
2 tsk fersk steinselja, söxuð
Aðferð
Skerið ýsuflökin í nokkra stóra bita.
Leggið ýsubitana ofan í eldfast mót (óþarfi er að smyrja mótið).
Hellið salsasósunni yfir. Saltið og piprið eftir smekk.
Leggið tómatsneiðarnar ofan á og dreifið söxuðu steinseljunni yfir.
Rífið ostinn og stráið honum yfir.
Hitið í ofni við 200°C í 20 mínútur.
Gott að hafa í huga
Berið réttinn fram með hýðishrísgrjónum eða byggi og salati.
Ef þið viljið að ýsan taki í sig meira bragð af sósunni þá er gott að þekja ýsuna alveg með sósunni og láta hana liggja svoleiðis í nokkrar klukkustundir í kæli.
Kaupið holla og lífrænt framleitt salsasósu úr heilsubúð ef þið eruð ekki með heimatilbúna salsasósu. Gætið þess að ekki sé sykur eða viðbætt efni (t.d. E-600 efni, Monosodium Glutamate eða MSG) í sósunni. Sósan ætti ekki að innihalda mikla fitu því uppistaðan ætti að vera grænmeti. Kaupið helst lífrænt framleidda sósu í heilsubúð).