Mexíkosúpa með grillaðri papriku og chilli rjómaosti

Stelpurnar mínar elska mexíkósúpur og sló þessi algjörlega í gegn. Við erum fimm manna heimili og geri ég alltaf nóg af súpu þannig að hægt sé að borða hana aftur kvöldið eftir(er betri daginn eftir). Þannig að það má segja að þess uppskrift sé fyrir 8 manns

Uppskrift:

  • 2 rauðar papríkur
  • 2 blaðlaukar
  • 1 laukur
  • 6 kjúklingabringur
  • 2 flöskur Heinz Chili sósa (340 g)
  • 1200 g hakkaðir tómatar í dós (3 dósir)
  • 1200 ml vatn
  • 400 g rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
  • 250 ml rjómi
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • 2 msk. kjúklingakraftur
  • Ólífuolía til steikingar
  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur
  • Nachos snakk
  1. Skerið kjúklinginn niður í litla bita, steikið léttilega í pottinum upp úr ólífuolíu. Kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti og setið svo kjúklinginn til hliðar.
  2. Skerið papriku í strimla og saxið blaðlauk og lauk. Setjið í sama pott og þið steiktuð kjúklinginn ásamt olíu,salti og pipari.
  3. Þegar grænmetið er orðið mjúkt blandið þið chili sósunni, hökkuðum tómötum, vatni, kraftinum og rjómaosti saman við og hræra þar til rjómaosturinn er bráðinn saman við súpuna.
  4. Setjið kjúklingakjötið og rjómann í pottinn og leyfa að malla aðeins áfram. Smakkið ykkur áfram og kryddið meira eftir smekk
  5. Berið fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachosflögum.

SHARE