Miana: Nýjar íslenskar & dásamlegar froðusápur

Árið 2013 vann fyrirtækið MIA keppni á vegum Íslandsbanka, FKA og Opna Háskólans um bestu viðskiptaáætlunina og hlaut 2.000.000 kr. styrk að launum. Viðskiptaáætlunin snérist um þróa íslenskar froðusápur og fleiri afurðir sem hefðu burði til að taka þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði.

Frumkvöðlarnir á bakvið MIA eru Álfheiður Eva Óladóttir og Bylgja Bára Bragadóttir. Þeim hafði lengi fundist vanta spennandi handsápur á íslenskum neytendamarkaði og einnig fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir slíkum vörum. Spratt þá hugmyndin að ilmandi íslenskum froðusápum með sótthreinsi.

Í framhaldinu fór af stað mikil vinna við að þróa og útfæra viðskiptahugmyndina. Miana handsápur er fyrsta vörulína fyrirtækisins. Um er að ræða íslenska framleiðslu á froðusápum sem sótthreinsa, næra og mýkja húðina.

IMG_2210

IMG_2212

Sápurnar hafa fengið góðar viðtökur eftir að þær komu í verslanir í maí síðastliðnum. Nú fást sápurnar í verslunum um land allt. Fyrirtækið hyggst koma Miana handsápum á erlenda markaði og hefur nú þegar hafið viðræður við nokkra áhugasama aðila.

IMG_2214

Við hjá hun.is fengum að prófa sápurnar á dögunum og getum með sanni sagt að hér er um dásamlega góða vöru að ræða. Sápurnar ilma ótrúlega vel, eru drjúgar og þurrka ekki húðina. Ást við fyrstu sýn. Og fyrsta þef.

Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um Miana handsápurnar geta farið inn á Facebooksíðu þeirra eða heimasíðuna www.miana.is

SHARE