Michael Bublé og Idina Menzel endurgera gullsmellinn Baby It’s Cold Outside

Idina Menzel ásamt Michael Bublé eiga sennilega fegursta jólasmell ársins, en gullbarkarnir tóku höndum saman og endurgerðu þau hina gullfallegu ballöðu Baby It’s Cold Outside. En í stað þess að birtast í myndbandinu sjálf, taka tvö dásamleg börn á grunnskólaaldri sporið:

 

anigif_mobile_062890a5641230b19e2de9e825ce0a83-7

 

Myndbandið gerist í hrífandi anddyri á gömlu hóteli, en allir starfsmenn hótelsins og húsgögnin sjálf eru í smækkaðri mynd. Textinn, sem í upprunalegri mynd er örlítið djarfari, hefur verið lagaður að öllum aldurshópum og er því jólasmellur ársins í hlýlegri og fjölskylduvænni kantinum.

 

anigif_mobile_44c1ed2154f0a7dcb7ddc88d40958544-0

 

Gullfalleg og heillandi útgáfa af gömlum og rómantískum smelli! 


SHARE