Idina Menzel ásamt Michael Bublé eiga sennilega fegursta jólasmell ársins, en gullbarkarnir tóku höndum saman og endurgerðu þau hina gullfallegu ballöðu Baby It’s Cold Outside. En í stað þess að birtast í myndbandinu sjálf, taka tvö dásamleg börn á grunnskólaaldri sporið:
Myndbandið gerist í hrífandi anddyri á gömlu hóteli, en allir starfsmenn hótelsins og húsgögnin sjálf eru í smækkaðri mynd. Textinn, sem í upprunalegri mynd er örlítið djarfari, hefur verið lagaður að öllum aldurshópum og er því jólasmellur ársins í hlýlegri og fjölskylduvænni kantinum.
Gullfalleg og heillandi útgáfa af gömlum og rómantískum smelli!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.