Michael Douglas fékk krabbamein í hálsinn og segir hann að hann hafi fengið krabbameinið vegna kynsjúkdóms sem hann fékk eftir að hafa veitt munnmök.
Michael sagði frá þessu í viðtali við Guardian UK og segir að hann hafi fengið kynsjúkdóm sem nefnist HPV eða „human papillomavirus“.
„Þetta er kynsjúkdómur sem veldur krabbameini“ segir Michael en hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2010 og þurfti að gangast undir geisla- og lyfjameðferð.
Michael hefur verið laus við krabbameinið í 2 ár núna.