Miðvikudagar eru nýju laugardagarnir

Miðvikudagar eru nýju laugardagarnir á Burro og Pablo Discobar – Kampavíns happy hour allt kvöldið. Kokteilar á tilboði og disco dj. Á Burro verða heimsins bestu taco á gjafaverði.

Veitingastaðurinn Burro og kokteilabarinn Pablo Discobar opnuðu síðasta haust við Ingólfstorg og eru báðir nú þegar farnir að setja mark sitt á veitinga- og skemmtanalífið í Reykjavík.

Matseðillinn á Burro einkennist af tapas réttum og steikarplöttum sem tilvalið er að deila, svo staðurinn er fullkominn til að fara á með góðum hópi fólks. Maturinn á staðnum er allur undir mjög sterkum latin áhrifum með nútímalegum blæ svo ekki búast við burritos eða super nachos, heldur frekar, missterkum og gómsætum pipartegundum, syndsamlega góðu mole og dásamlegu chimichurri ásamt tacos og empanadas með fyllingum sem gætu reynst framandi fyrir suma en eru engu að síður með þeim bragðbetri, ef ekki bragðbestar.

Pablo Discobar leggur svo áherslu á að vera einfaldlega skemmtilegasti og besti kokteilabarinn á Íslandi. Við erum óhræddar við að segja að stemmingin þar er engu öðru lík en framandi og bragðgóðu kokteilarnir sem fást þar ásamt einstöku innréttingunum, sem hannaðar eru af Hálfdáni Pedersen, og tónlistinni gera það öll að verkum að kvöldin þar eru einstaklega skemmtileg, sama hvort maður dettur inn á virku kvöldi eða um helgi.

Okkur finnst tilvalið að detta þar inn á Happy Hour eftir erfiðan vinnudag en Happy Hour er á hverjum degi á Pablo á milli 16-18 en þá er 50% afsláttur af bjórum á krana, víni á glösum og völdum kokteilum.

Núna í apríl eru staðirnir að byrja með alveg nýja viðburði hjá sér á miðvikudögum þar sem Suður-Amerísk stemming mun auðvitað ráða ríkjum eins og öll önnur kvöld, en það sem mun gera miðvikudagana ólíka öllum öðrum dögum er að alla miðvikudaga mun verða Disco DJ á Pablo frá 21, Kampavíns Happy Hour allt kvöldið ásamt miðvikudags tilboðs kokteillista.

Kampavíns Happy Hour mun gilda bæði á Burro og Pablo en einnig verður sérstakur kokteilaseðill þessi kvöld.

Ef það á einhvertíma að tríta sig þá eru miðvikudagarnir greinilega málið!

Á Burro verða öll taco á aðeins 1.190 en hér eru þau taco sem hægt er að fá á Burro:

 

Humar taco með salsa fresvc og þurrkuðum parmesan

 

Kjúklinga mole taco með sýrðum gúrkum og grænu chili

 

Tofu taco með spicy mayo og sýrðum gúrkum

 

Andar taco með portobello og svartri sítrónu

 

SHARE