Mikil hálka á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum varar við versnandi færð á Reykjanesbraut og mælir ekki með því að fólk á sumardekkjum leggi leið sína á Suðurnesin.

Í færslu á Facebook-síðu embættisins segir að mikil hálka sé á brautinni og viðbragðsaðilar að störfum á fjórum vettvöngum. Ekki er vitað um slys á fólki.

Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 18, með hvassviðri og ofankomu, og búist er við að veðurskilyrði versni enn frekar.

SHARE