Það eru fáar persónur í sjónvarpi sem hafa reynst okkur jafn vel og Carrie Bradshaw. Sex & The City stendur enn sem hálfgerð biblía um ástina, sambönd, vináttu, lífið og síðast en ekki síst, föt og tísku. Hér eru nokkrar af þeim mikilvægustu tískulexíum sem Carrie kenndi okkur.
1. Rétta taskan getur skipt öllu máli.
“Balls are to men, what purses are to women. It’s just a little bag, but we’d feel naked in public without it.”
2. Ekki hugsa of mikið um að klæða þig eftir tilefni.
Ef þú vilt fara í 100.000 króna kjól á McDonalds þá gerir þú það.
3. Fataskápurinn þinn er fullur af gersemum og telst því vera verðmæt eign.
4. Skór geta glatt þig meira en nokkur karlmaður.
“It’s really hard to walk in a single woman’s shoes—that’s why you sometimes need really special shoes!
5. Að hlaupa um á útsölum samsvarar góðum átökum í ræktinni.
6. Því hærri sem hællinn er, því nær ert þú guði og himnaríki.
“I’m not afraid of heights…have you seen my shoes?”
7. Tískustraumar koma og fara en vinir endast að eilífu.
“They say nothing lasts forever; dreams change, trends come and go, but friendships never go out of style.”
8. Höfuðklútar eru í góðu lagi. Sumar hárteygjur eru hinsvegar aldrei í lagi. “
“I loved it…Except for one huge problem. You have your leading lady running all over town wearing a scrunchie. A scrunchie!”
Á undanförnum misserum hafa ýmsar tískuskvísur ákveðið að fara gegn gullnu reglu Carrie og scrunchie-teygjurnar eru farnar að skjóta upp kollinum á ólíklegustu höfðum. En sumar okkar geta ekki einu sinni horft á þær í hillunni án þess að fá sting í augun fyrir hönd Carrie.
9. Aldrei afsaka þig fyrir að fara óhefðbundna leið í fatavali.
“You shouldn’t have to sacrifice who you are just because somebody else has a problem with it.”
10. Biðin er alltaf þess virði.
Þessi fullyrðing á bæði við rétta manninn og rétta sniðið.
“A relationship is like couture—if it doesn’t fit perfectly, it’s a disaster.”
Tengdar greinar: