
Miley Cyrus (31) talar um viðhorf sitt til barneigna í nýju viðtali við W magazine.

„Ég er 31 árs núna og ég veit ekki enn hvort mig langi í börn eða ekki. Mér finnst aðdáendur mínir vera börnin mín á einhvern hátt. Ég elska að vera fullorðin og ég lifi eftir reglunni að líta ekki upp til neins og lít ekki niður á neinn. Mér finnst það hjálpa mér að sjá raunveruleikann eins og hann er og sé fólk eins og það er. Ég horfi á sjálfa mig í spegli, á hverjum degi, og segi: „Ég er kona“,“ segir Miley í viðtalinu.
Miley segir líka í viðtalinu að hún væri alveg til í að leika aftur en segir að hlutverkið sem hún myndi velja yrði að vera rétt.