Miley Cyrus trúlofuð á ný

Það er aldrei lognmolla hjá Miley Cyrus (23). Nú segja heimildir að Miley og Liam Hemsworth (26) séu búin að setja upp hringana aftur og séu farin að skipuleggja brúðkaupið.

„Hún var alltaf að vona að einn daginn myndu hún og Liam taka saman aftur,“ segir heimildarmaður Life & Style og bætir við að Miley hafi alltaf geymt hringinn en Liam gaf henni hann árið 2012. Það var svo í sepember 2013 sem parið tilkynnnti að sambandinu væri lokið.
Við sögðum ykkur frá því um daginn að Miley var með Liam í Ástralíu um áramótin og sást til þeirra kyssast og kela á tónlistarhátíð.
„Þau eru strax farin að tala um brúðkaup,“ segir heimildarmaðurinn. „Miley segist varla geta beðið eftir að verða frú Hemsworth og vill ganga í hjónaband eins fljótt og auðið er.“
SHARE