Kínverski miljónamæringurinn Xiong Shuihua ólst upp í fátæku hverfi í bænum Xinyu í suður Kína. Þegar hann varð síðar miljónamæringur og sagðist ekki vita hvað hann ætti að gera við alla peningana ákvað hann að gefa samtals 72 fjölskyldum ný heimili í hverfinu sem hann ólst upp í til þess að þakka þeim góðmennskuna þegar hann var að alast þar upp sem barn.
Hann lét rífa niður gömul og niðurnídda trékofa sem upphaflega stóðu þar og eyddi fleiri miljörðum í að láta reisa nýtt íbúðarhverfi með fyrsta flokks raðhúsum.
Að auki lét hann byggja samtals 18 einbýlishús til að þakka nokkrum nágrönnum sérstaklega fyrir að hafa verið til staðar fyrir sig þegar hann var að alast upp í hverfinu sem barn.
Þá hefur hann ákveðið að styðja sérstaklega við ellilífeyrisþega og aðra bágstadda með þremur matargjöfum á dag.