Ég skal segja ykkur það að spaghettí er ekki bara eitthvað spaghettí. Ó NEI!
Þetta spaghettí er milljón dollara virði svo gott er það!
Uppskriftin er fengin hjá henni Röggu mágkonu, nema hvað!
Uppskrift:
900 gr nautahakk
225 gr spaghettí
225 gr rjómaostur
1/4 bolli sýrður rjómi
225 gr kotasæla
1 dós pastasósa t.d Hunts garlic and herbs
110 gr smjör
rifin cheddar ostur
Aðferð:
Hitið ofnin á 180 gráður.
Sjóðið spaghettí eftir leiðbeiningum á pakkningu.
Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og kotasælu þar til orðið vel blandað saman.
Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið eftir smekk, hellið vökvanum af hakkinu frá þegar það er vel brúnað. Hellið pastasósunni yfir og látið malla við vægan hita í smá stund.
Leggið smjörklípur á botninn á eldföstu móti ( ef smjörið er kalt er gott að nota ostaskera í verkið). Setjið helmininn af spaghettíinu í botninn á eldfasta mótinu.
Hellið rjómaostablöndunni yfir spaghettíið og dreifið vel úr henni. Setjið afgangin af spaghettíinu yfir rjómaostablönduna, leggið nokkrar snjörklípur yfir og endið á að hella hakksósunni yfir spaghettí og dreifið úr svo það sé jafnt í eldfasta mótinu.
Bakið í heita ofninum við 180 gráður í 30 mín, takið þá réttinn úr ofninu og dreifið rifna cheddarostinum yfir og aftur inn í ofn í 15 mín.
Sjá meira: Grýtan hennar Röggu
Svo er bara að njóta í botn, hafa gott salat eða hvítlauksbrauð með og eitt gott rauðvínsglas toppar þetta alveg.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!