„Mínir nánustu töluðu aldrei við mig“ – Átröskun og sjálfskaði

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

————————

Hvað er átröskun og sjálfsskaði? Í dag er allt þetta orðið að „trendi“ að láta sjást í mjaðmabeinin og að hafa gat á milli læranna. En af hverju er þá ekki líka töff að missa mikið af hári, vera fölur og rauður í augunum? Allt af þessu og gerist með átröskun.

Þetta er ekki lífstíll eða leið til þess að grennast, þetta er alvarlegur sjúkdómur sem engin ætti skilið að ganga í gegnum. Þetta er sjúkdómur sem fólk hefur dáið úr. Ein af ástæðunum fyrir því af hverju fólk byrjar á þessu er af því að þeim líður illa með sjálfan sig, þeim finnst þau vera feitt, ógeðsleg og það vill ekki vera eins og þau voru fædd til að vera.

En það sem ég vil skrifa um í dag er hvernig fólk hunsar þetta. Ég hef verið með átröskun og það gekk á í 2 ár. Ég borðaði lítið sem ekkert og þegar ég gerði það kastaði ég því upp. Vinir og fjölskylda mín sáu það og tóku eftir því og ég vissi það, en þau sögðu aldrei neitt, sem fékk mig til að halda að þeim væri alveg sama um mig, hvernig ég væri og hvað ég gerði. Ég hélt einfaldlega að öllum væri sama um mig og mér leið eins og ég væri ekkert.

Ég fékk kvíðaköst og vildi ekki tala við neinn um hvernig mér leið, eina lausnin sem ég sá fyrir mér til að finna fyrir eitthverju var að skaða mig sjálfa. Ég gerði allt á lærin svo enginn myndi sjá, ég var alltaf í síðum buxum alveg sama hvað og það vissi enginn af þessu. Ég veit að vini mína grunaði eitthvað og þau vissu að mér leið illa því þau sáu hvað ég var leið, en aldrei datt þeim í hug að setjast niður og tala við mig. Ef þig grunar að einhver sé að ganga í gegnum eitthvað erfitt þarftu að setjast niður með honum og tala við hann. Enginn á skilið að vera einmana eða vera einn. Við erum öll gerð til þess að vera saman á þessari jörðu, það skiptir ekki máli hvort manneskja sé með gat á milli læranna eða ekki.

Það eru ekki strákar, stelpur vinir eða fjölskylda sem greina til um það hvort þú sért nógu góð/ur eða falleg/ur, það ert þú sjálf/ur, þú ert alltaf nógu góð/ur fyrir eitthvern og þú ert aldrei ein/n.

SHARE