Þóranna Friðgeirsdóttir missti pabba sinn þegar hún var á 10. aldursári. Hún segir frá þeirri upplifun sinni, aðdraganda hennar og eftirmálum á snilldarlegan hátt á Facebook síðu sinni. Þegar faðir hennar lést hélt Þóranna að hann hefði dáið í bílsslysi, sem var svo ekki raunin.
Við fengum leyfi til að birta færsluna hér:
Jólin 1994
Ég og mamma mín sitjum inní stofu og erum að bíða eftir pizzu, það er dimmt úti, mamma hafði kveikt á kertum og jólatréið lýsti enþá upp stofuna. Dyrabjallan hringir, 9 ára ég hleyp að útidyrahurðinni og opna.
PABBI… þarna var hann… pabbi minn, ég var rosalega hissa, enda bjó hann í Reykjavik og var ekki vanur að koma í heimsókn, hvað þá óvænt, að kveldi til. Mamma kemur inni forstofu alveg jafn hissa og spyr hvað hann sé að gera hérna! á sama tíma kemur hann inn… hvort ég dragi hann inn er möguleiki þar sem ég var rosaleg pabbastelpa, enda var hann bestur.
Við setjumst inni stofu, ég hendist til og næ í nýju spariskóna mína sem ég varð að sýna honum… hann þefar af þeim! ég man að mamma hló og spyr “ertu að þefa af skónum hennar” þetta var furðulegt en fyndið. Hann var fyndinn, enda bestur.
Restin af kvöldinu einkendist af pízzuáti og ást minni af pabba mínum, pabbi minn var kominn, vildi að hann færi aldrei.
Þetta var á milli jól og nýjárs, ég man ekki nákvæmlega hvaða dag, En hann var hjá okkur fram yfir áramót, fór með mér í hagkaup og leyfði mér að kaupa mér eitthvað fallegt, bað mömmu mína um kvöldstund án mín og eyddi áramótunum síðan með okkur og vinum mömmu. Þetta var svo yndislegt, Pabbi minn var hjá mér. Hann var bestur.
En öll gleði þarf að taka enda og hann þurfti að fara aftur suður, mig langaði með, ég vildi svo mikið fá að fara með, “plís elsku Pabbi minn má ég koma með þér.” Það var ekki hægt. Ég var hrikalega sár.
Þetta var í síðasta skipti sem ég sá elsku besta pabba minn|.
8. janúar 1995
Við mamma erum að gera okkur klárar fyrir skólann, Sigga vinkona mömmu er komin því hún var að fara passa Árna bróður minn.
Heimasíminn hringir… ég er inni forstofu og ég heyri mömmu mína brotna niður… ég veit að einhver er dáinn… en hver… “Afi? Amma ?Eydís frænka? Harpa frænka? Aníta ?” ég man ég þuldi upp alla í höfðinu á mér sem mér var annt um, því þetta var einhver sem mömmu var rosalega annt um. Mamma leggur simann frá sér.
ÞÓRANNA er kallað á mig með brotinni röddu… það er mamma mín, hún biður mig um að koma til sín.
Sigga vinkona mömmu situr með Árna bróðir minn.
Mamma tekur í höndina á mér og dregur mig að sér… ég stend á milli lappanna á henni… ég horfi í tárvot augun á henni og án nokkura orða veit ég hver var farinn.
NEI NEI EKKI HANN… EKKI PABBI.
Mamma elsku besta mamma mín ríg heldur í organdi 9 ára stelpuna sina sem var svo sár og reið, tekur við öllum höggunum mínum og knúsar mig einsog hún getur. Elsku mamma mín. Takk.
Ég fer inni herbergi og skrifa pabba bréf, ég man ennþá sögurnar og orðin sem séra Pétur sagði við mig þennan daginn, þar á meðal að ég ætti aldrei að halda neinu inni og vera dugleg að tala um tilfiningar mínar og líðan, ég held fast í þau orð.
Bréfið færði ég Pabba síðan á jarðaförinni 16. janúar 1995, ég finn ennþá fyrir því hvernig það var að kyssa kalda hendina hans og kalt ennið. Hann var ennþá bestur.
Ég varð ofsalega bílhrædd eftir að pabbi minn lést, enda vissi ég ekki betur en að hann hefði lent í bílslysi, ég sá fyrir mér að hann hefði hentst útur bílnum og svo maður fundið hann, einhvernveginn vissi ég að það hefði maður fundið hann. Ég sá hann alltaf fyrir mér liggjandi úti snjó, mig langaði að þakka manninum fyrir að hafa hjálpað pabba mínum.
Veturinn 2000
15 ára ég er send til sálfræðings. Til hvers? það vissi ég ekki, ég var kannski tossi í skólanum, en i vörn minni skipti ég um skóla 6 sinnum á minni 10 ára skólagöngu og var því hætt að nenna að læra, að eiga vini var mitt svið, þar var ég winner.
Þarna sat ég… ekki séns að ég færi úr dúnúlpunni minni. Maðurinn var alltaf í sömu appelsínugulu og karígulu prjónapeysunni sinni… þær voru reyndar tvær með sitthvoru munnstrinu, mér fannst hann bara svolítið hallærislegur og ég hafði ekkert við hann að segja.
Ég var forvitin unglingur… eftir nokkra sálfræðitima þurfti ég ekki að fara lengur! hjúkk…
Við mamma keyrum upp að póstkasanum heima, ég næ í póstinn og þar er stórt… þykkt umslag… á því stendur mömmu nafn og mitt nafn, í unglingakasti eypa ég yfir mig af spennu og ætla að rífa upp þetta fína merkta mér stóra og feita umslag…
NEI ÉG Á ÞETTA… og mamma rífur umslagið af mér, mér þótti hún full dramatísk, UH OKEI nafnið mitt er samt á þessu umslagi djis!
Vikurnar líða og prófin koma… mamma ákveður að fara í bæin til þess að leyfa mér að læra í friði, ég skunda heim…
YES ein heima… ég labba inn heima, taskan á gólfið og beint inní eldhús, á eldhúsborðinu blasir við mér þetta fina, þykka stóra umslag… merkt mér. ÞARNA ER ÞAÐ… UMSLAGIÐ sem ég mátti ekki lesa.
þarna var ég heldur betur dottin í feitt… í umslagið ríf ég og beint inní mömmu herbergi… enda herbergi drottningarirnar þar átti ég ekkert að vera, en þarna var ég… með hið forboðna umslag.
bla bla bla… nafnið mitt… kennitala… allt um mig, þetta var mat sálfræðingsins! ég renni augunum yfir skjalið… skjölin.. en þarna var það… ástæðan, afhverju var ég send til sálfræðings?
– … en sannleikurinn er sá að hann fyrirfór sér.
15 ára Þóranna… ein heima… Pabbi minn hafði yfirgefið mig vísvitandi, hann lenti ekki í bílslysi, hann ákvað að deyja, frá mér. Hann yfirgaf mig af fúsum og frjálsum vilja. Heimurinn hrundi … aftur.
Ég man að ég orgaði aftur, ég barði frá mér aftur og svo grét ég þar til ég sofnaði.
Ég sá samt til þess að ganga frá eftir mig svo mamma mundi alls ekki vita að þetta umslag hefði ég opnað, því miður. (held hún hafi samt alltaf vitað)
Hann Pabbi minn hafði komið óvænt til að kveðja okkur mæðgur Jólin 1994. Hann var orðinn þreyttur, þreyttur á að vera til, svo illt í hjartanu að hann hafði talið sjálfum sér trú um það að ég og við öll værum betur sett án hans. Pabbi minn Féll fyrir sinni eigin hendi 8.janúar 1995, aðeins 28.ára gamall.
Ó ELSKU PABBI ef þú bara vissir hvað við þurftum öll mikið á þér að halda, hvað þú varst okkur mikilvægur og verðugur. Hversu sárt þín er saknað. ennþá er þín saknað elsku Pabbi minn.
Ég trúi því að hann hafi verið orðinn svo veikur að hann hafi virkilega, af allri lífs og sálarkröftum trúað því að með því að enda sitt líf væri hann virkilega að gera mér og okkur öllum greiða.
Hann var það ekki, alls ekki. Ég man ennþá … eftir 22 ár.
… ég gæti haldið áfram, en byrjum á þessu.
Ef þér er illt í hjartanu, svo illt í hjartanu að þú heldur að það væru allir betur settir án þín, leitaðu þér þá hjálpar, ef ekki fyrir þig… þá fyrir alla sem elska þig.
ÞÚ ERT VERÐUG/UR,
ÞÚ ERT MIKILVÆG/UR OG
VIÐ ÞURFUM ÖLL Á ÞÉR AÐ HALDA.
ÁST – ÞÓRANNA.
-læt fylgja með síðustu myndinni af okkur gamla. Gamla sem var þá yngri en ég er í dag. Þú ert samt alltaf bestur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.