Það er eðlilegt að það sé óreiða í eldhúsinu á heimilinu því það er áreiðanleg það rými sem er einna mest notað á heimilinu, ef frá eru talin svefnherbergin. Það getur verið að þér finnist alltaf vera óreiða í eldhúsinu og það getur verið alveg einstaklega pirrandi.
Ef þig langar að minnka óreiðuna í eldhúsinu geturðu gert það á mjög einfaldan máta og hér eru 3 ráð sem geta gagnast þér:
1. Taktu allt af borðunum nema bara það nauðsynlegasta
Þú verður að byrja á því að taka allt af borðunum í eldhúsinu. Það er mjög mikilvægt atriði. Ef þú ert með lítið á borðunum getur rýmið andað og látið þér finnast allt léttara.
Þegar kemur að því hvað þú átt að hafa á eldhúsborðunum þá er gott að hugsa „því minna, því betra“. Öll lítil eldhústæki eiga að vera í skúffu eða hillum. Gott er að miða við að hafa ekkert sem þú notar sjaldnar en einu sinni í viku, uppi á borðum. Algengt er að hlutir eins og ólívuolía, uppskriftarbækur, ílát með hveiti og sykri, séu uppi á borðum en þurfa alls ekki að vera það.
2. Hentu því sem er útrunnið og ónotað úr skápunum og ísskápnum
Þarna ertu að henda peningum út um gluggann. Við erum alltaf að kaupa eitthvað sem við „verðum að eiga til“ og þegar kemur loks að því að nota það er það útrunnið og ónýtt.
Veldu hvort þú ætlar að byrja á skápunum eða ísskápnum. Tæmdu það og settu bara inn aftur það sem þú ætlar að eiga. Hentu eða gefðu það sem þú ætlar ekki að eiga eða nota. Raðaðu svo til baka, því sem þú vilt eiga, á skipulagðan hátt.
Þegar þú tekst á við þetta verkefni færðu yfirsýn yfir hvað þú átt og notar það jafnvel á næstunni. Þú manst eftir því næst þegar þú ferð í búð og kaupir ekki enn eitt eintakið af þessari matvöru.
3. Farðu yfir það sem er í efstu skúffunum
Þriðji hluturinn sem þú þarft að gera er að fara yfir allar efstu skúffurnar í eldhúsinnréttingunni. Efstu skúffurnar eru mjög mikilvægar í eldamennskunni og það er gott að geta bara teygt sig í það sem þig vantar. Þeir hlutir sem ættu að vera í efstu skúffum ættu að vera hnífapör, tuskur, viskastykki og kannski pennar og gúmmíteygjur, tangir og kjöthitamælir.
Heimildir: apartmenttherapy.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.