Miranda Kerr fyrir Mango – Tekur við af Kate Moss – Myndir

Tískumerkið Mango hefur tilkynnt að ástralska fyrirsætan Miranda Kerr tekur við af sjálfri Kate Moss sem andlit Mango á næsta ári.

Hin 29 ára Miranda Kerr er ekki ný í fyrirsætuheiminum en hún hefur verið að sitja fyrir síðan hún var 13 ára og er eflaust þekktust fyrir að ganga Victoria´s Secret nærfatasýningarnar.
Í sumar mun hún einnig vinna sem talsmaður vörumerkisins en sjálf segist hún elska flíkurnar frá Mango því þar sé hægt að finna hluti fyrir hvert tilefni sem er. Fleiri þekktar og undur fagrar konur hafa verið talsmenn Mango en ber þar að nefna Penelope Cruz, Milla Jovovich, Naomi Campbell og Christy Turlington.

Mango 2013

Mango 2013

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here