Miso sjávarréttasúpa – uppskrift

Miso sjávarrétta súpa

Yndisleg súpa fyrir þenna tíma, byrjað að vera kalt úti og gott að hlýja sér á einhverju hrikalega bragðgóðu en lágu í hitaeiningum.

Þú þarft:
* Kjúklingasoð
* Miso pakkningu
* Ferskan engifer
* Sjávarfang (rækjur, reyktan lax)
* Tofu
* Gulrætur eða annað grænmeti
* Hvítlauk
* Rice noodles
* Pipar

Aðferð:
Kjúklingasoðið fer í pott, misó bréfið útí, gott að skræla niður gulræturnar og smeyja þeim út í svo þær verði aðeins mjúkar á meðan soðið sýður.
Skrælið niður engifer og hvítlauk smátt og hendið út í soðið.
Bætið við því grænmeti sem þið eigið í ísskápnu, má vera hvað sem er.
Hrísgrjóna núðlur fara með í soðið, taka stuttann tíma að verða mjúkar.
Því næst skalt þú bæta tofu brytjuðu niður í kubba út í, rækjum og reyktum lax (reykti laxinn gefur mikið og gott bragð)

Látið krauma á lágum hita þar til tofu-ið verður mjúkt.

Voila ! þá er súpan tilbúin og tók aðeins 10-15 mínútur að gera.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here