Miss World 2014: Og sigurvegarinn er … Ungfrú Suður-Afríka!

Ungfrú Heimur 2014 hefur verið krýnd og sigurvegarinn er enginn önnur en Ungfrú Suður-Afríka, Rolene Strauss.

Rolene er 22 ára gömul og var krýnd á sviði í dag, sunnudaginn 14 desember, en keppnin fór fram í London í ár. Ungfrú heimur er á fjórða ári í læknisfræði og er dóttir læknis og hjúkrunarkonu, en hún lagði námsefnið til hliðar meðan á keppni stóð. Sjálf segir Rolene að það að nema læknisfræði samhliða þáttöku í Miss South Afrika – eða Ungfrú Suður-Afríka og síðar meir Ungfrú heimur hafi verið draumur hennar allt frá barnæsku.

Hér má sjá sjálfa krýninguna sem fram fór fyrr í dag í London:

122 stúlkur kepptu um titilinn í ár en keppendur komu jafnt fram í litríkum kvöldkjólum sem hverjum og einum var ætlað að þjóna sem landkynning og tóku jafnframt þátt í hópflutningi á ballöðunni You Raise Me Up sem Josh Groban gerði garðinn frægan með um árið.

.

miss-world-2014-grand-finale-top-10-semi-finalists-announced

Miss World var haldin að 64 sinni nú í ár og fór fram í London

Í öðru sæti hafnaði Ungfrú Ungverjaland, Edina Kulcsár, en Edina hafði áður borið sigur úr býtum í Fegurðarsamkeppni stúlkna sem hafa farið í lýtaaðgerð í Ungverjalandi. Eins undarlegt og það má hljóma, þá höfðu allir keppendur í fyrrgreindri fegurðarsamkeppni undirgengist lýtaaðgerðir og var keppninni ætlað að kynna á jákvæðan máta þann ávinning sem hljóta má af lýtaaðgerðum.

Í þriðja sæti hafnaði Elizabeth Safrit, frá Bandaríkjunum, sem keppti fyrir hönd Norður-Karólínu í Miss United States – eða Ungfrú Ameríka, fyrr á þessu ári. Elizabeth er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá háskólanum í Suður-Karólínu og hefur dansað frá unga aldri.

Fulltrúi Íslands að þessu sinni var Tanja Ýr Ástþórsdóttir, sem var glæstur fulltrúi þjóðarinnar, en Tanja komst ekki í úrslit.

 Tengdar greinar:

20 skvísur í fegurðarsamkeppni sem eru allar vægast sagt líkar

Miss Delawere (24) svipt titlinum sökum aldurs – Mynband

SHARE