Hinn 28 ára gamli Ross Edgley sagði voginni stríð á hendur og ákvað að sýna heimsbyggðinni að talan skiptir ekki öllu máli. Ross lagði því gífurlega mikið á sig í heilann sólarhring og missti 11,3 kg.
Ross segir að alltof margir séu þrælar vigtarinnar og að það sé ekki hollt fyrir okkur að tengja sjálfsálitið við kílóafjöldann.
Í viðtali við Dailymail segir Ross sögu sína og þar segir hann: „Allt að 50-70% af líkamsþyngd okkar er vatn. Svo að 95 kg gætu vel þýtt að 47,5 kg af þyngdinni sé aðeins vatn. Að skera niður vatnið getur verið bannvænt þar sem mikilvæg líffæri þurfa á því að halda og við þurfum vatnið til þess að viðhalda réttu magni af blóði. Ég ákvað að skera niður vatnið í líkama mínum með því að nota svitagalla, vatnslosandi efni og sleppa því að drekka vatn þennan dag með það að markmiði að missa sem flest kíló.“
En hvernig fór Ross Edgley að þessu?
Hann notaði náttúrulega vatnlosandi efni á borð við C-vítamín, koffín og rætur af fíflum til þess að skola vatninu burt. Ross drakk aðeins 100 ml af vatni þennan dag og át það sem hann kallar „heimagerðan barnamat“. Hann tók 45 mínútna brennslu á hlaupabrettinu, íklæddur svitagalla og í 4 lögum af fötum sem hann setti svarta ruslapoka yfir til þess að svitna sem mest.
Ross fór í epsom salt bað, gufuböð og tók aðra brennslu á hlaupabrettinu en endist aðeins í 30 mínútur í það skipti.
„Þegar ég stóð á vigtinni í síðasta sinn þennan dag fann ég kvíðann taka völdinn á meðan ég reiknaði út kílóatapið. Mér tókst það! Yfir 11 kg horfinn á innan við 24 tímum!
Ég mátti ekki vera að því að finna nærfötin mín heldur hljóp ég að töskunni minni og greip 4 lítra vatnsflösku fulla af vítamínum og þambaði, fólkinu í klefanum til mikillar furði en þau höfðu ekki hugmynd um hvað ég mátti þola síðustu 24 tímana.“
Ross ráðleggur fólki eindregið að forðast megrun á borð við þessa eins og heitan eldinn en hann lýsir þessum degi sem vítiskvölum og gat nánast ekki borðað. Það tók hann innan við nokkra klukkutíma á bæta kílóunum á sig aftur enda var aðeins um vökvatap að ræða.