Missti dóttur sína 5 vikna – Lifir núna fyrir að hjálpa öðrum

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
Ég á litla systur… Í raun er samt nákvæmlega ekkert sem er lítið við hana. Hún er stærri karakter en algengt þykir og stærðin á hjartanu hennar er XXL. Þessi litla systir mín heitir Guðrún Ída Ragnarsdóttir og þrátt fyrir ungan aldur hefur Ída prufað ýmsar hliðar lífsins, bæði góðar og slæmar en stoltust er ég þó af því hversu mikinn vilja hún hefur til þess að nýta sína slæmu reynslu, öðrum til varnaðar.
Hún er búin að vinna óeigingjarnt starf í þágu velferða annara og þá aðallega þeirra sem minna mega sín. Guðrún Ída fór í janúar á þessu ári til Nairobi í Suður Afríku, sem sjálfboðaliði. Þar varð hún vitni af heimi sem við höfum einungis séð í sjónvarpi eða heyrt af, af og til í umfjöllum fréttamiðla. Við getum aðeins reynt að ímynda okkur hvernig aðkoman var, en hún  gengur inn í heim þeirra sem túlka munað, allt öðruvísi en við gerum „hérna heima“.
Munaður þeirra sem ekkert eiga, felst tildæmis í því að fá matarskammt einu sinni í viku og þeir sem eru heppnir komast í súpu eða graut, einu sinni á dag.Sannleikurinn er ljóturBarnungar stúlkur selja líkama sinn fyrir mat. Það er atriði sem hver stúlka lærir af móður eða systur, frænku eða ömmu, til þess eins að lifa daginn af. En það er því miður og já því miður, ekki eina ógnin í þessu sýkta samfélagi.
Eiturlyfjaneysla (og þá aðalega misnotkun á lími) hefur breiðst út eins og eldur í sinu. Við getum ekki sagt, hrokalaust, að við séum að vissu leiti þakklátar fyrir þennan ósið, en þegar staðreyndin er sú að börn, jafnt stúlkur sem strákar, noti lím til þess að þurfa ekki að vera með öllu til staðar þegar þeim er nauðgað daglega, hafa horft upp á foreldra sína myrta og allt þar fram eftir götunum, þá kemur viss skilningur á aðstæður þar syðra.
Það er skelfilegt að verða vitni að sannleikanum sem við fáum varla að sjá, enda lifum í sápukúlu samfélagi þar sem vitneskja um þriðju heimslönd er miklu minni en ætti að vera.
Við þurfum að verða meðvitaðri um það sem er að gerast í heiminum, meðvitaðri um mannlega  “ruslahauga” þjóða og bæjarfélaga, í heimi sem við kjósum að vita sem minnst af. Sannleikurinn er sár og kaldur, en sannleikur engu að síður. Ég gæti sagt ykkur svo mikið meira um það hvernig þetta viðgengst þar í landi.
Ég gæti sagt ykkur alls kyns hrollvekjur um misnotkun, nauðganir, neyslusamfélag, úhrök mannlífs og svo lengi mætti telja.  En þess í stað er ég að reyna að selja ykkur sannleikann um það sem gengur á, hinumegin á hnettinum, þegar við sofum okkar værasta í hlýju rúmmi.
Ída fer til Afríku í Janúar 2014Guðrún Ída er fædd á Selfossi árið 1991. Ída missti dóttur sína, þá aðeins 5 vikna gamla í Ágúst 2009, Ída þá aðeins 18 ára gömul. Þessi skelfilega reynsla, eins hörmulega sorgleg og hún er, gaf Ídu auðmýkt, þor og þrek, sem aldrei verður tekin af henni. Hún systir mín hefur ferðast til helju og baka, og barðist með skrattann sjálfann á bakinu, en vann þann slag og óskar sér þess heitast að hjálpa öðrum, hvernig sem hún fer að því. Guðrún Ída fékk andlega vakningu og var snert af æðri mætti.
Nú finnst henni kominn tími til þess að láta gott eitt af sér leiða og borga til baka þann styrk, ást og umhyggju sem henni var sýnd á þeim tíma sem hún þurfti þess mest. Guðrún Ída stundar nú nám við Fjölbraut í Ármúla. Hún er rík af vinum sem hafa ekkert nema yndislega hluti um hana að segja, sem gulltryggir þann fallega karakter sem hún býr yfir.
Hún borgar með tveim börnum hjá ABC hjálparstarfi, en með þeim peningum sem hún lætur frá sér, sér hún „börnunum sínum“ (eins og hún kallar þau) fyrir skólavist, skóladóti, bólusetningum og öðru því sem þau kunna að þurfa.

Hér er Ída með „stelpunni sinni“

1456090_441875619250503_1669872612_n

Og hérna er hún með „stráknum sínum“

1472830_442600625844669_821431745_n

Ída ætlar aftur til Afríku og að þessu sinni ætlar Ída til Kenya. Hún kannar aðrar víddir, aðrar kvalir og allt öðruvísi aðstæður en hún gerði í Nairobi.
Það sem breytist ekki, er að þörfin fyrir aðstoð er nákvæmlega sú sama. Að þessu sinni er Guðrún Ída algjörlega háð framlögum einstaklinga sem styrkja og styðja ferð hennar út til þess að hjálpa þeim umkomulausu börnum sem hún telur sig svo heppna að getað aðstoðað í þann stutta tíma sem hún verður úti.

Þegar við horfum á myndir og myndbönd sem sýna hversu svartur hversdagsleikinn er, en hversu þakklát þessi börn og einstaklingar eru fyrir þá aðstoð sem þeim býðst, þá stækkar hjartað í okkur um nokkur númer.
Við óskum þess heitt að getað gefið af okkur, þó við stöndum varla af okkur mánuðinn sjálf.

Ég sendi 150 fyrirtækjum litla samantekt á ferðum Ídu og óskaði eftir styrkjum frá þeim í hverskyns formi sem þeim þætti best að styrkja hana, í þeirri von um að fjármagna ferðina hennar. Sorglegur sannleikurinn er þó að
aðeins 1 fyrirtæki svaraði til baka, og því miður var búið að úthluta þeim styrkjum sem fyrirtækið hafði á milli handanna, fyrir þetta árið. Viljum við þakka Skeljungi sérstaklega fyrir blítt viðmót og vilja þrátt fyrir að getað ekki styrkt ferðina!

Nú kalla ég til ykkar í auðmýkt, einlægni, trú og von, um að aðstoða mig, að koma Ídu til þeirra barna sem þurfa mest á nærveru og vináttu að halda. Ég veit að ástandið hjá fjölskyldum í okkar landi er síður en svo gott.
Ferðin út, kostar 350.000kr og nær það til flugmiða, matar og þeirra kostnaðar sem fellur til varðandi veru hennar úti.
Margt smátt gerir eitt stórt!

Styrktarreykningur Guðrúnar Ídu
0515-14-405113
kt.150991-2779

Ég ræddi við nokkra góða vini hennar Ídu og fékk umsagnir um hana sem mig langar að láta fylgja með 🙂

„Ída er rosa sjálfstæð, hún á rosalega erfitt með að horfa á þá sem minna mega sín kveljast og reynir að gera allt hvað hún getur til að hjálpa þeim.. rosa hjálpsöm og góðhjörtuð manneskja sem þráir ekkert meira en að vera til staðar fyrir þá sem þurfa..“ kv Siggi

„Ída er ótrúlega hjarthlý heiðarleg og góð manneskja með mikla fullkomnunaráráttu. Hún vill að öllum líði vel og huggar oft meira um aðra heldur en sjálfan sig sem getur líka verið ókostur. Ef hún á sér draum gerir hún allt til að láta hann rætast“
Kv. Sigurdís

„Ég lýsi Ídu sem rosalegri ORKU hún er hrikalega hæfileikarík algjörlega drepfyndin og kemur alltaf með eitthvað fyndið ef manni leiðist! Hún er svo TRYGGUR vinur.. best get ég lýst henni að ég veit alltaf hvar ég hef hana þótt við tölumst ekki við ótrúlega lengi þá er alltaf eins og við hefðum ekki slitið samvistum þegar ég hitti hana hún tekur manni með opnum örmum og með sitt falleg bros og hlýleika! Mér finnst ég vera komin heim til mín að vera í kringum hana bara svo afslappandi. Get sagt með sanni að ég mun alltaf hafa hana í hjartanu mínu og ég bara held ég muni aldrei geta rifist við hana haha því eg myndi bara hlæja og hún líklegast líka en mér var sagt fra góðri vinkonu hennar að fara varlega i kringum hana daginn áður en hún byrjar á túr LOL elskana til Túnglsins og til bara forever knús ;***“

Kv. Sigrún Erla

Kveðja, Perla Dís stóra systir <3
perladis1985@gmail.com

SHARE