Kanadíska söngkonan Celine Dion hefur átt afar erfiða viku en á einni viku missti hún eiginmann sinn og bróður.
Eins og fram kom á Hún.is lést René úr krabbameini í hálsi á fimmtudaginn en sama dag og fréttir bárust af andláti hans var greint frá því í fjölmiðlum að bróðir söngkonunnar ætti einungis klukkutíma ólifaða.
Sjá einnig: Harmleikur Celine Dion heldur áfram
Daniel lést síðan á laugardagsmorguninn en banamein hans var krabbamein í hálsi, heila og tungu. Hann var umkringdur fjölskyldu og vinum þegar hann lést.
Celine hefur frestað öllum tónleikum í bili en búist er við því að hún snúi aftur 23. febrúar.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.