Gert var lyfjapróf á henni þegar hún kom inn á sjúkrahúsið. Hún hafði borðað beyglu með birkifræjum (poppy seed) og missti forræðið yfir nýfæddri dóttur sinni!
Elísabet Mort hafði fengið sér beyglu með birkifræjum, eða “poppy seed” skömmu áður en fæðingin fór af stað. Fyrir kemur að rangar upplýsingar um eiturlyfjanotkun komi fram á prófum ef sá sem tekur prófið hefur nýlega neytt birkifræja (öðru nafni valmúafræ þar sem þau eru búin til úr valmúa) Það eru margir sem gæða sér á beyglum með birkifræjum en birkifræ eru oft notuð í matargerð, sítrónumuffins með birkifræjum eru til dæmis mjög góðar og það er hægt að finna fjölda uppskrifta á netinu með birkifræjum (poppy seed). Poppy seed eru unnin sömu plöntu og ópíum er unnið úr, eða valmúa og því getur þetta komið fyrir.
Prófið var gert á sjúkrahúsinu og það var jákvætt. Í stað þess að tala við Elísabetu var haft samband við barnaverndarnefnd og barnið tekið af henni þegar það var þriggja daga gamalt.
Barnaverndaryfirvöld komu í lögreglufylgd heim til Elísabetar til að ná í hvítvoðunginn.
Barninu var skilað afur heim til móður sinnar þegar embættismennt áttuðu sig á því að ekki voru nokkrar vísbendingar um að Elísabet hefði neytt eiturlyfja.
Hún fór í mál við sjúkrahúsið og henni voru greiddir 94.000 pund í miskabætur. Við réttarhöldin sagði hún m.a. að hún vonaðist til starfsfólk sjúkrahússins læri til verka svo að ekki verði fleiri börn rifin burt frá heimilum sínum án nokkurs tilefnis.
Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um birkifræ eða valmúafræ af Mbl.is