Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 5,8 kíló á einum mánuði.
Þessi kíló fuku ekki af með einhverri töfralausn en Khloé ákvað að hætta að borða mjólkurvörur.
Ég missti 5,8 kíló bara með því að hætta að borða mjólkurvörur. Akkurat núna er ég hægt og rólega að taka ákveðna fæðu út úr mínu mataræði. Ég er ekki að reyna að grennast á einhverjum mettíma. Ég vil að þetta verði líf mitt.
Khloé hefur verið að æfa undir handleiðslu einkaþjálfarans Gunnar Peterson fimm sinnum í viku. Hún viðurkennir að hún æfi mikið en segir það veita sér vellíðan.
Um helgar reynir hún að gera þolæfingar og á meðan horfir hún á sjónvarpið. Khloé vildi óska þess að hún gæti borðað hvað sem hún vildi en eftir að hafa æft og æft og ekki séð neinn árangur þá áttaði hún sig á því hvað það skipti miklu máli að borða hollan og næringarríkan mat.
Sjá einnig: Khloe Kardashian er komin í þrusuform
Sjá einnig: Khloe Kardashian elskar að sýna tónaða kroppinn sinn
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.