Þegar Mohammed Abad var sex ára drengur lenti hann í hræðilegu bílslysi og var vart hugað líf. Í slysinu rifnaði typpið og annað eistað af drengnum. Læknar notuðu skinn af handlegg drengsins til að búa til einhverskonar slöngu á hann svo að hann gæti pissað. En hann hafði enga tilfinningu í þessari „slöngu“.
Þegar hann var orðinn fullorðinn fóru ættingjar hans að þráspyrja hann af hverju hann fyndi sér ekki konu, gifti sig og ætti börn. Sjálfur vissi hann að þetta gæti hann ekki en foreldrar hans höfðu aldrei rætt það við hann.
Fyrir rúmum tveim árum kynntist hann konu sem nú er eiginkona hans og þá ákvað hann að reyna að leita sér hjálpar. Það sem svo gerðist er lyginni líkast. Læknar gerðu á honum margar aðgerðir og nýtt typpi var einfaldlega búið til á hann úr vefjum og skinni af hans eigin líkama. Þetta nýja typpi starfar eðlilega á allan hátt, hjónunum til mikillar gleði.