Björg Jakobsdóttir var ein af þeim þremur konum sem fengu það tækifæri að fara á Dale Carnegie námskeið í nóvember. Hún er sextug og hafði misst vinnuna seinasta haust, í fyrsta skipti á lífsleiðinn.
„Það voru gríðarleg viðbrigði að missa vinnuna eftir tæplega ellefu ár í starfi en ég lenti í hópuppsögn og samdrætti í fyrirtækinu. Maður missir ákveðið sjálfstraust og finnur að drifkrafturinn er ekki sá sami og áður, ég varð svolítið eins og sprungin blaðra,“ sagði Björg í samtali við Hún.is í nóvember.
Björgu langaði til að efla sjálfstraustið á námskeiðinu: „Ég vildi fá trúna, kraftinn og gleðina á ný, en þegar ég mætti í fyrsta tímann þá hafði ég misst sjálfstraustið og talsverðan lífskraft, en ég hafði ekki lengur þá gleði inni í mér sem ég hafði haft áður.“ Hún segir að eftir fyrsta tímann hafi hún verið í þó nokkrum vafa um hvort þetta námskeið hentaði henni. Hún fékk þá símtal frá þjálfara Dale Carnegie og endurhugsaði tímann eftir það. „Þá fann ég að ef ég vildi komast út úr þessum í raun vítahring þá yrði ég að treysta. Treysta þeim einstaklingum sem voru komnir með mér í þessa vegferð, treysta þeim fyrir svo mörgu sem ég hafði ekki sagt nema örfáum einstaklingum – ég þurfti sem sagt að læra að sleppa,“ segir Björg.
„Ég fann það, eftir því sem á leið, að ég var komin í hóp með einstaklingum sem voru að eiga við það margt það sama og ég og fann að ég var ekki ein, ég var umkringd vinum. Það var mjög gott,“ segir þessi flotta kona.
Atvinna Bjargar sem hún hafði sinnt í rúman áratug, hafði gefið henni ákveðna lífsfyllingu: „Ég hafði látið margt fara framhjá mér fara til að geta sinnt vinnunni af fullum krafti þannig að þegar ég lenti í uppsögn þá var eins og það væri slökkt á einhverju. Á meðan á námskeiðinu stóð þá fór í gang ákveðin endurbygging og ég hætti að hafa kökkinn í hálsinum, gat einfaldlega kyngt og horft fram á veginn. Það er með ólíkindum hvað eitt námskeið hjá Dale getur hjálpað einstaklingi að öðlast aftur sjálfstraust, trú og finna að krafturinn er að koma á ný. Þetta námskeið var mín áfallahjálp,“ segir þessi kraftmikla kona að lokum.
Ókeypis kynningarfundir hjá Dale Carnegie
Næstu daga verða í boði ókeypis kynningarfundir. Þar gefst einstaklingum færi á að upplifa Dale Carnegie af eigin raun á 60 mínútum.
Skráning fer fram á hér!
Tengdar greinar:
Lenti í alvarlegu bílslysi og þurfti að endurhugsa framtíðina
„Við eigum öll okkar fortíð“
Náðu fram því besta í fari þínu hjá Dale Carnegie
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.