MISTY: Mæling er lykilatriði við val á brjóstahaldara

 Mæling er grundvallaratriði við val á réttum brjóstahaldara, harðbanna ætti hlaup og kaup beint af herðatrénu og góð mátun er gulls ígildi. Þetta segir Rúna Didriksen, annar eigandi undirfataverslunarinnar Misty á Laugavegi 178, aðspurð þess hvers konur ættu að gæta við val á undirfatnaði.

Við hjá Misty bjóðum konum að mæla áður en við sirkum út skálastærðina sjálfa, sem er þó alltaf viðmið. Við teljum að nauðsynlegt sé svo að fá aðstoð við mátun og valið.”

IMG_2715

Spyrja má hvort mæling sé í raun ekki óþörf, konur viti jú sína eigin skálastærð? “Það er reyndar algengur misskilningur” svarar Rúna, “margar konur hafa ekki áttað sig á hve miklu máli það skiptir að brjósthaldari sitji hárrétt. Það getur jafnvel stuðlað að betri líðan og líkamsburði.

 IMG_2721

Að skipta um snið …

Snið sem manni líst vel á á slánni er kannski ekki endilega það sem fer best þegar upp er staðið, því er mikilvægt að gefa sér góðan tíma og fá aðstoð. Kona sem stendur í þeirri trú að hún þurfi auka fyllingu, gæti með réttri stærð og sniði fundið það sem hentar. Við viljum gjarnan að konan fari frá okkur glaðari og ánægðari með sig en hún kom. Það er það sem allt snýst um við mátun.

IMG_2714

Hver er endingartími góðra brjóstahaldara?

Gott að hafa í huga að endurnýja þarf brjósthaldara reglulega, þeir ganga úr sér eins og annað. Ending fer auðvitað mjög mikið eftir því hvernig farið er með til dæmis skiptir þvottur máli. Það er góð regla að fá aðstoð í hvert skipti sem valinn er nýr haldari.

IMG_2727

Aðhaldsflíkur bæði forma, móta og gefa hið örfína yfirbragð

 

Hvað með aðhaldsfatnað? “Yndislegur, “Name Of The Game” eins og við segjum oft” svarar Rúna og hlær. Aðhaldsfatnaður hentar konum í öllum stærðum. Hann setur punktinn yfir I-ið þegar konan klæðir sig og hefur ekkert með stærð að gera.

LOIS-PINK-UNDERWIRED-SIDE-SUPPORT-BRA-2972-BRIEF-2975-CONSUMER

Sumarið verður litríkt í ár: 

Sterkir litir, skrautlegir og skemmtilegir” svarar Rúna aðspurð um sumarlínuna. Skærgrænir litir, bláir og bleikir tónar. Litavalið hefur aukist á seinni árum, nú kjósa konur hér ekki bara svart eða hvítt. Brjóstahaldari er ekki bara flík, heldur líka fylgihlutur og oft má alveg láta glitta í hlýrana undir skyrtu eða bol.

Misty er á Facebook: Smellið HÉR

SHARE