Efnilegustu myndlistamenn landsins!
Sýning á verðlaunamyndum 4. bekkinga var formlega opnuð á fimmtudaginn í síðustu viku í Kringlunni.
Í tilefni af 14. alþjóðlega skólamjólkurdeginum sem haldinn er fyrir tilstuðlan Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, standa íslenskir kúabændur með aðstoð Mjólkursamsölunnar, fyrir sýningu á verðlaunamyndum 4. bekkinga, síðustu sex ára, þar sem þeir gera viðfangsefninu mjólk skil á frjóan og skemmtilegan hátt. Sýningin verður í Kringlunni og á Glerártorgi Akureyri út 6. október nk.
Meðfylgjandi eru nokkrar vel valdar myndir síðustu ára.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.