
Bragðgóður sumardrykkur!
Fyrir 2
Efni :
- 1-1/2 stór, frosinn banani (ekki henda þroskuðum banönum, skerið þá í bita og frystið til að nota seinna, t.d. í svona hristing!)
- 1/2 bolli undanrenna
- 1/2 bolli matreiðslurjómi
- 2 msk. sykur
- 1/8 tsk. vanillu dropar
- 1/3 bolli hnetusmjör
- 1/3-1/2 bolli þeyttur rjómi- ef vill
Aðferð:
- Setjið allt upptalið efni í blandara og blandið á hægum hraða. Drykkurinn á vera þykkur. Ef ykkur finnst hann ekki nógu þykkur er hægt að bæta smá vanillu ís út í. Sumir láta nokkrar hnetur ofan á drykkinn til skrauts.(sjá mynd) Breytir engu!!