Þessi stórkostlega girnilega súkkulaði kaka kemur frá Ljúfmeti og lekkerheitum.
Mjúk súkkulaðikaka með kaffikeim og mjúku súkkulaðikremi
Botnar:
- 2 bollar sykur (450 g)
- 1 ¾ bollar hveiti (200 g)
- ¾ bolli kakó (75 g)
- 1 ½ tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 2 egg
- 1 bolli mjólk
- ½ bolli bragðdauf olía
- 2 tsk vanilludropar
- 1 bolli sjóðandi heitt kaffi
Krem:
- 115 g smjör
- 2/3 bolli kakó (70 g)
- 3 bollar flórsykur (450 g)
- 1/3 bolli mjólk
- 1 tsk vanilludropar
Hitið ofninn í 175° og smyrjið tvö 22 cm bökunarform með lausum botni.
Setjið öll þurrefnin í skál. Bætið mjólk, olíu og vanilludropum saman við og hrærið þar til hráefnin hafa blandast vel. Bætið heitu kaffi saman við og hrærið þar til deigið er orðið slétt. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í 30-35 mínútur. Látið botnana kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem:
Bræðið smjör í potti og hrærið kakó saman við þar til blandan er slétt. Hellið súkkulaði- og smjörblöndunni yfir í skál og bætið vanilludropum og flórsykri saman við. Hrærið að lokum mjólkinni saman við í smáum skömmtum þar til réttri áferð er náð.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.