Leikkonan glæsilega úr þáttaröðinni American Horror Story, hún Jamie Brewer verður ein af módelunum á tískuvikunni í New York.
Það er hönnuðurinn Carrie Hammer sem gerir fötin sem Jamie mun klæðast og mun taka þátt í sýningunni Role Models Not Runway Models sem er ein af mest sóttu sýningum tískuvikunnar.
Þetta er í fyrsta skipti sem Jamie tekur þátt í svona tískusýningu en hún er þaulvön leikkona og hefur leikið í þremur seríum að American Horror Story. Jamie er ótrúlega virk í því að tala máli fólks með Downs Syndrome og það var þess vegna sem Carrie fannst hún tilvalin í þessa sýningu.
Tengdar greinar: