Hann er fimm ára gamall og fær ekki að hitta pabba sinn. Það er af því að……………
Konan er grænmetisæta og leyfði syni sínum ekki að hitta pabba sinn því að hún var hrædd um að hann myndi ef til vill gefa drengnum kjöt að borða. Dómarinn hefur skipað konunni að leyfa drengnum að hitta pabba sinn.
.
Faðirinn kærði þetta athæfi og dómurinn var á þá leið að velferð drengsins skipti meira máli en þessi ótti móðurinnar. Konunni var líka sagt að drengurinn yrði tekinn af henni ef hún færi ekki að fyrirmælum varðandi umgengnisrétt föðurins. Hún myndi ekki fá aðra viðvörun.
Áður hafði gengið dómur um rétt föðurins til að hafa drenginn hjá sér ákveðið marga daga og helgar í mánuði en konan fór ekki að fyrirmælunum. Þá hafði faðirinn ekki fengið að sjá son sinn í rúmlega ár.
Markmiðið að drengurinn fengi að hafa gott samband við föður sinn
Lögmaður móðurinnar hélt því fram við réttarhöldin að það yrði bæði barninu og móðurinni mjög erfitt ef svona mikið samband yrði gert að skyldu þegar ekkert samband hefði verið svo lengi sem raunin var. Auk þess vildi faðirinn að drengurinn fengi annað nafn og móðirin væri mjög hrædd um að hann myndi fá kjöt ef hann væri hjá pabba sínum. Svo gæri líka vel verið að hann yrði ekki hafður með sætisbelti í bílnum. Það væri rangt af dómaranum að vera með duldar hótanir um að drengurinn yrði tekinn af henni ef hún færi ekki að fyrirmælunum.
Dómarinn var vel meðvitaður um reiðina og átökin milli foreldranna og sagði að rétturinn hefði engan áhuga á að refsa móðurinni heldur væri markmiðið að drengurinn fengi að hafa gott sambandi við föður sinn.
Hann hafnaði beiðni móðurinnar um áfrýjun og sagði að dómurinn stæði.
Konan virðist taka hótunina um að hún kynni að tapa forræðinu yfir drengnum alvarlega því að hún hefur farið að fyrirmælum dómarans.
Dómarinn sagðist vonast til að þau höguðu sér bæði siðlega í þessu máli og ræddu málin sem að drengnum snéru þar með talið hvað hann fengi að borða. Hann vonaðist til að þau legðu sig bæði fram drengsins vegna.