Christy Lewis frá Nýja-Sjálandi er snillingur með förðunarburstann. Hún er ekki þessi týpíski förðunarmeistari þar sem að hún sýnir snilli sína á andlitum barna sinna.
Þetta byrjaði allt þegar hún fann rykugt, ónotað andlitsmálunarsett í skápnum hjá sér og byrjaði að mála mynstur á andlit barna sinna. Áður en hún vissi af hafði hún breytt þeim í ævintýraverur: tröll, zombies, geimverur, Hulk svo dæmi séu tekin.
Hún varð svo fær í andlitsmáluninni að hún opnaði eigið fyrirtæki og fór einnig að mála meðgöngubumbur og fleira.
Christy er bæði með heimasíðu og facebooksíðu, auk þess sem hún er með síðu á youtube, þar sem fylgjast má með henni að störfum.
Heimasíða
Facebooksíða
Myndbönd á youtube, þar sem meðal annars eru leiðbeiningar um förðun.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.