Móðir brúðgumans lét skvetta rauðri málningu á brúðina

Alexandra kynntist manni sem hún varð ástfangin af og ekki leið á löngu þar til þau settu upp hringana.

Maðurinn var fæddur inn í ríka fjölskyldu í Ciudad Obregón í Mexíkó og fjölskyldu hans hafði dreymt um að hann giftist ríkri stúlku.

En Alexandra var ekki af ríku fólki komin, sem leiddi til þess að verðandi tengdafjölskylda grunaði hana um að vera aðeins með manninum fyrir peningana hans. Þau fóru því að gera allt sem í valdi þeirra var til að eyðileggja sambandið fyrir þeim. Þau voru leiðinleg við Alexöndru, reyndu að múta henni og hóta henni, en Alexandra ætlaði ekki að hætta með manninum og fljótlega eftir þetta trúlofuðu þau sig.

Þegar móðir brúðgumans, Maupe, frétti af trúlofuninni þóttist hún fá hjartaáfall, og kenndi hún syni sínum og unnustu hans um hjartaáfallið og sagði að þau ættu að borga allan lækniskostnaðinn.

Þegar brúðkaupsdagurinn var settur, 18. febrúar, sagðist fjölskylda brúðgumans ekki ætla að mæta.

Á brúðkaupsdaginn sjálfan, þegar pabbi Alexöndru ætlaði að leiða hana að altarinu, fann hún allt í einu eitthvað lenda aftan á henni. Hún snéri sér strax við og sá þá rauða málningu leka niður fallega brúðarkjólinn.

Þá hafði fjölskylda brúðgumans ráðið þrjá menn í það verkefni að eyðileggja þessa stund fyrir þeim. Tveir skvettu málningu og einn tók athæfið upp fyrir þau.

Sjónarvottar héldu margir í fyrstu að málningin væri blóð og sagði Alexandra að það versta hefði verið að sjá viðbrögð móður sinnar, því hún hélt að dóttirin væri særð. Alexandra lét þetta ekki stoppa sig og fór heim og skipti um föt og fór í gullsleginn síðkjól.

Þið gætuð haldið að þetta væri búið núna, en nei.

Á meðan á brúðkaupsveislunni stóð, var hringt nafnlaust í lögregluna og þeim sagt að það væru fíkniefni í þessari veislu og brúðguminn væri örugglega með þau. Löggan kom og leitaði og hótaði meira að segja að handjárna manninn, en á endanum fór lögreglan því engin fíkniefni voru á staðnum.

Og nei, þetta er ekki enn búið.

Þegar hin nýgiftu hjón ætluðu svo í brúðkaupsferð, földu foreldrar brúðgumans skilríki og vegabréf hans og reyndu að múta ferðaskrifstofunni til að eyðileggja ferðina fyrir þeim. Brúðhjónin komust þó í ferðina og skemmtu sér mjög vel.

Fjölskylda brúðgumans hefur neitað öllum ásökunum en málið er enn í vinnslu og þykir það hafið yfir allan vafa að þau hafi verið á bakvið þetta allt saman.


Sjá einnig:

SHARE