Móðir gengur iðulega um nakin fyrir framan 13 ára son sinn

Hinni 44 ára gömlu Jules Pomerance þykir það, að ganga um nakin á heimili sínu fyrir framan 13 ára son sinn, ekki neitt tiltökumál. Henni finnst þetta vera það náttúrulegasta í heimi.

Þessi þriggja barna móðir gengur iðulega um nakin heima hjá sér, setur ekki utan um sig handklæði eftir sturtu og hún og maðurinn hennar, Nigel, kúra oft saman nakin uppi í rúmi með 13 ára syni sínum, Jordan og systrum hans.

Jules runs a body painting business and says she has no inhibitions about her own body

Jules segir að það sé ekkert að þessu: „Ég sé enga ástæðu til að hætta þessu þó að Jordan sé að eldast“ segir hún. „Nekt hefur, að mínu mati, ekkert með kynlíf að gera. Sonur okkar er orðinn kynþroska svo þetta breytir engu úr þessu. Ef eitthvað, þá held ég að það, að hafa nekt sem eðlilegasta, þá séum við að svara þessari klámvæðingu sem allsstaðar blasir við börnum okkar.“

 Jules segir að hún sé ekki með neina minnimáttarkennd út af líkama sínum: „Ef Jordan myndi biðja mig um að fara í föt myndi ég að sjálfsögðu gera það en hingað til hefur honum ekki liðið neitt illa með þetta,“ segir Jules. „Sem fjölskylda erum við oft nakin heima hjá okkur, sérstaklega á morgnana þegar börnin koma uppí til þess að kúra með mér og manninum mínum.
With husband Nigel, 45, and their three children Lily, Daisy and Jordan
Jules ásamt Nigel, eiginmanni sínum og börnum þeirra

 

Hefur Jules rétt fyrir sér? Erum við orðin of miklar teprur? Það er svo auðvelt fyrir börn og unglinga að sjá nekt allsstaðar, að það ætti kannski að vera hægt að sjá „náttúrulega“ nekt heima hjá sér? Ætti að vera einhver sérstakur tími sem foreldrar eiga að fara að fela nekt sína fyrir börnum sínum? 

 

 

Jules segist ekki muna eftir því sjálf að hafa nokkru sinni séð foreldra sína nakta fyrir framan sig. Hún segist þó einu sinni komist nálægt því þegar þau voru á ferðalagi þegar hún var barn. „Ég gekk inn á hótelherbergi og pabbi minn var að klæða sig og hann færði sig á bakvið háan hægindastól svo ég sæi hann ekki buxnalausann.“ Hún segist vilja hafa minni hömlur á sínu heimili og hefur ekki mikla komplexa útaf útliti sínu og vonar hún að dætur hennar, Daisy og Lily sem eru 10 og 7 ára verði jafn öruggar með sig.

 

„Ég er engin ofurfyrirsæta. Ég er með ör eftir keisaraskurð og eins og flestar mæður hef ég alveg fengið minn skerf af slitförum, en ég er samt ánægð með líkama minn og hef alltaf verið það. Nekt er eðlileg fyrir mér,“ segir Jules. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vil að dætur mínar sjái mig nakta er að á seinasta ári, fór Lily að tala um að lærin hennar væru svo feit. Mér fannst þetta hryllileg athugasemd hjá henni og vildi sýna henni að fólk er í öllum stærðum og gerðum og að enginn er eins og á myndum í tískutímaritunum, ekki einu sinni sjálfar fyrirsæturnar.“

 

Jules vonast líka til þess að það, að sonur hennar sjái hana nakta, muni gefa honum raunsærri mynd af því hvernig líkami konu er, þegar hann verður eldri. „Þær konur sem Jordan sér í blöðum eru fínpússaðar og alls ekki raunverulegar og ég vil að þetta hjálpi honum að hafa raunsæja mynd af konum,“ segir Jules.

Getur það verið að það sem Jules er að gera sé skaðlegt?

Vísindamenn sem hafa skoðað þetta segja sumir að aldurinn sem þú ferð að hylja nektina geti verið lykilatriði. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom í ljós að það að börn sjái foreldra sína nakta fram að sex ára aldri sé bara jákvætt og hafi áhrif á getu þeirra til að sýna tilfinningar og nánd á fullorðinsárum.

Önnur rannsókn sýndi samt fram á að drengir, á aldrinum 6- 11 ára sem sjá foreldra sína nakta séu með annað viðhorf til kynlífs en aðrir og séu líklegri til að eiga fleiri bólfélaga en aðrir.

Kynlíf og sambandsráðgjafinn Margaret Ramage segir að drengir sem sjá mæður sínar naktar eftir um það bil 8 ára aldur, geti átt á hættu að það verði einhverjar afleiðingar. „Þó það sé ekkert „rangt“ við þetta þá getur það samt sem áður haft afleiðingar sem við getum ekki séð fyrir.

Neuroscientists have found there is a sexual template in the brain that begins to develop around seven or eight in a boy, and it might be inhibited by the sight of his mother’s naked body, which could possibly affect him in later life.

Hún segir líka: Heilinn hefur sína leið til að takast á við svona hluti og við stjórnum þeim ekki. Ég hef séð fullorðna menn sem sváfu í rúmum mæðra sinna á unglingsárum og seinna kvörtuðu þeir yfir því að vera ekki með nægilega mikla kynhvöt. Hvort sem það tengist eða ekki, finnst mér í lagi að hafa það í huga,“ segir Margaret.

Hvað finnst ykkur lesendur góðir? Hvernig er þessu háttað á ykkar heimili? Endilega komið með ykkar reynslu.

 

SHARE