Þessi móðir var greind með þriðja stigs brjóstakrabbamein þegar hún var hálfnuð með meðgönguna. Það þurfti að fjarlægja annað brjóstið hennar og hún fór í lyfjameðferð á meðgöngunni.
Fæðingunni var komið af stað eftir 36 vikur til að hún gæti hlotið meiri meðferð við krabbameininu. Litli drengurinn hennar fór beint á brjóstið sem eftir var og var bara eins og hann hefði ekki gert neitt annað og viðstaddir áttu varla til orð.
Ljósmyndarinn Kate Murray fékk að taka myndir af þessu 0g segir það hafa verið heiður og blessun að hitta og kynnast þessari konu og fjölskyldu hennar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.