Það er eflaust fátt verra en þegar fólk beitir börn ofbeldi. Eftir alla umræðuna hér á landi um ofbeldi í leikskóla í Reykjavíkurborg veltir maður því fyrir sér hvernig fullorðin manneskja getur haft það í sér að meiða ómálga, varnarlaust barn.
Þetta myndband hefur birst í miðlum erlendis en það sýnir móðir hrinda og sparka í ungt barn. Móðirin er í verslun og virðist verða pirruð á barninu og kemur því algjörlega að óvörum. Myndbandið er tekið upp á öryggismyndavél. Miðlar erlendis hafa greint frá því að atvikið hafi átt sér stað í Rússlandi.
Maður veltir því fyrir sér af hverju afgreiðslukonan segir ekkert við ofbeldinu. Sem betur fer tekur starfsmaður verslunarinnar málin í sínar eigin hendur og hreinlega tekur barnið upp og heldur á því. Hún heldur barninu þétt að sér og móðirin reynir að hrifsa barnið af henni. Það er erfitt að segja til um það hvort hringt hafi verið á lögregluna og barninu komið í öruggar hendur en starfsmaðurinn reynir að grípa inn í og bjarga barninu. Maður trúir því varla þegar svona myndbönd eru birt, hvernig er hægt að vera svona illa innrættur?
Sumt fólk á svo sannarlega ekki að umgangast börn.
Hér fyrir neðan er myndbandið en við viljum vara við því að myndbandið sýnir ofbeldi og særir foreldrahjartað. Það er gott að sjá að einhver hefur hagsmuni barnsins í huga og starfsmaðurinn hreinlega tekur barnið af konunni og hringir eflaust í lögregluna.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”96xlo44ASlw”]