Syrgjandi móðir er sannfærð um að hún hafi náð engli á mynd. Sarah Danbury tók sjálfsmynd af sér og dóttur sinni, þremur vikum fyrir andlát hennar. Amy Beckingham var aðeins 19 ára gömul þegar hún lést úr sjalfgjæfu lifrarkrabbameini og á síðustu myndinni sem móðir hennar tók af henni má sjá sérkennilegt ljós. Sarah hafði ekki spáð í þessu ljósi fyrr en eftir að Amy var dáin, en hún vill meina að um sé að ræða verndarengil dóttur sinnar.
Sjá einnig: Getur verið að þetta sé engill? – Myndband
Sarah hafði sýnt dóttur sinni myndina og segir hún að Amy hafði sagt að þarna væri verndarengillinn hennar hjá henni.
Það veitir mér huggun að sjá myndina vegna þess að það lætur mig halda að það hafi verið einhver þarna með Amy að hugsa um hana, þar sem hennar tími var að koma, maður veit það bara ekki.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.