
Þegar líða fer á meðgönguna verða spörkin og teygjur barnsins greinilegri.
Sumar geta tekið utan um útlim barnsins þegar það þrýstir fótum eða höndum í átt út úr bumbunni eða fundið mótað fyrir rassi barnsins.
Það fer þó eftir staðsetningu fylgjunnar hversu mikið konan finnur.
Þó margar hafa séð fót eða hönd barnsins mótast á bumbunni þegar það þrýstir að þá eru fáar sem ná mynd af þessum dásamlegu augnablikum.