Einmitt þegar maður telur fullvíst að nú sé ekki hægt að toppa gömlu goðin í tónlistarheiminum; að helstu smellir nútímans hafi þegar verið gefnir út og að allt sem á eftir fylgi sé tóm endurtekning … þá stígur ung stúlka fram og endurútgefur stórsmellinn Thriller sem konungur popptónlistar, Michael Jackson, gaf út og gerði heimsfrægt.
Gullfalleg og sefandi útfærsla sem yljar í skammdeginu:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.