Þessi húsmóðir er sennilega ein af svalari og hugvitsamari margra barna mæðrum á lifi í dag. Ronda Batchelor (já, það er raunverulegt eftirnafn konunnar) er sex barna móðir og gerir sennilega lítið annað en að stinga í þvottavélar og brjóta saman barna- og unglingafatnað allan daginn.
.
.
Ekki virðist þó þessa hugvitsömu húsmóður skorta hugarflugið – því hún sneri þvottahúsinu algerlega á annan endann, kastaði til ríflega 50 þúsund íslenskum krónum og tók til óspilltra málana ásamt eiginmanni sínum. Útkoman er dásamleg og árangurinn lét ekki á sér standa, því þvottahús Rondu er ekki bara feiknarvel hannað heldur einnig snyrtilegt og fallegt.
Sjá einnig: 7 húsráð varðandi þvott á fötum – Fötin endast lengur
Í þvottahúsinu eru til að mynda sex færanlegar þvottakörfur sem eru innfellanlegar. Hver og ein karfa er ætluð fyrir föt allra barna þeirra hjóna og því geta börnin einfaldlega sótt sína eigin körfu í þvottahúsið, farið með samanbrotinn þvottinn inn í herbergi og gengið frá hjálparlaust upp í fataskápana.
.
.
En það er ekki allt; Ronda útbjó líka sérstakar þurrkgrindur fyrir viðkvæmar flíkur sem ekki mega fara í venjulegan þurrkara. Hún leggur einfaldlega flíkurnar á þurrkgrindurnar, rennir þeim inn i sérhönnuð hólf sem þau hjónin byggðu inn í handsmíðaðan þvottaskáp, stillir litla klukku sem kveikir á innbyggðri viftu og viti menn … viðkvæmu fötin þorna á mettíma!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.