Mojito með berjablöndu – Góður drykkur í brúðkaupsveisluna

Ástin og giftingarveislan!

Settu þitt mark á giftingarveisluna með drykkjunum sem verða bornir fram. Settu saman drykki og hafðu í þeim ýmislegt sem ykkur þykir best.

 

Nú fer sá tími í hönd þegar mikið er um brúðkaup og þá er gaman að bera fram uppáhaldsdrykkina sína. Þið getið haft uppáhaldsávextina ykkar í þeim og það bragð sem ykkur líkar best. Þá eruð þið ekki bara að bjóða góðan drykk heldur líka það sem ykkur þykir best.    .

Við ætlum að birta nokkrar góðar uppskriftir af drykkjum sem munu áreiðanlega slá í gegn. Sumir eru kaldir, aðrir hlýir, í sumum eru nýir ávextir og í sumum er kampavín. Hér er eitthvað fyrir  alla! Fyrsti drykkurinn sem við munum birta er Mojito.

1

Mojito með berjablöndu

Þetta er dásamlegur drykkur til að bera fram í brúðkaupsveislu að sumri. Í honum eru fersk ber, hann er mildur og hressandi og mun vekja gleði !

1 glas

Efni:

  • 6 myntulauf
  • 2 matsk. sýróp
  • Safi úr einni límónu
  • 2 matsk. kramin, ný ber (blönduð)
  • Ísmolar (klaki)
  • 2 matsk. romm
  • Sótavatn
  • Ný ber (til skrauts)

Aðferð:

  1. Settu myntuna og sýrópið í hátt glas. Merðu blöðin saman við sýrópið. Bættu krömdum berjunum, límónu safanum og ísnum út í.
  2. Heltu romminu út í og að lokum sótavatninu. Hrærðu í og skreyttu með berjum.

Ath! Ef berin sem þú velur eru ekki sæt viltu kannski nota svolítið meira af sýrópi í drykkinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here