Ég var úti að labba með 4 ára gamalli dóttur minni. Hún tók eitthvað af jörðinni og ætlaði að setja það í munninn á sér. Ég tók það frá henni og bað hana um að gera þetta ekki.
„Af hverju ekki?“ spurði hún.
„Af því að það er búið að vera á jörðinni, þú veist ekkert hvar það hefur verið, það er skítugt og örugglega með sýkla á því,“ svaraði ég.
Þegar hér var komið horfði dóttir mín heilluð á mig og spurði: „Mamma hvernig veistu það? Þú ert svo klár.“
Ég var fljót að hugsa og svaraði: „Allar mömmur vita þetta. Þetta er Mömmuprófið. Þú verður að vita þetta, annars færðu ekki að vera mamma.“
Við gengum áfram í þögn í nokkrar mínútur og sú stutta var greinilega að melta þessar upplýsingar. Svo stoppaði hún og hrópaði upp: „Já mamma, ég skil, ef að þú kannt þetta ekki þá færðu að vera pabbi!“
„Nákvæmlega“ svaraði ég og brosti.
Ég sá þessa krúttlegu sögu á netinu og brosti og langaði að deila henni með ykkur. Þegar þú ert búin að brosa deildu þessu áfram svo aðrar mömmur geti líka brosað (og pabbar).
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.