Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst
Hráefni
3 ¾ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
120 g smjör við stofuhita
2 ½ dl sykur
3 egg stór
1 dós sýrður rjómi
2 tsk möndludropar
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.
Smjör og sykur sett saman í hrærivélaskálina þeytið þar til létt og ljóst tekur u.þ.b 3 mín, bætið einu eggi í einu út í þeytið vel á milli, blandið sýrðum rjóma og möndludropum saman bætið út í hrærivélaskálina, blandið þurrefnum saman bætið út í, vinnið saman í u.þ.b.½-1 mín.
Setjið í muffinsform væna msk af deigi.
Bakið í 20-23 mín fer eftir ofnum eða þar til gullnar. Úr uppskriftinni eru þið að fá u.þ.b 19 kökur.
Látið kökurnar kólna áður en bleika kremið er sett á.
Bleika kremið
300 g Flórsykur
Vatn
Matarlitur rauður + örlítið vatn.
Eða t.d örlítið af rauðrófusafa/ eða sýrópi frá Torrini ásamt smá af vatni.
Blandið saman setjið ofaná kökuna, passið að hafa kremið ekki of þunnt.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.