„Mörg ungmenni fallin í valinn undan fíkniefnadjöflinum“

„Það eru margir í sorg núna og mörg ungmenni fallin í valinn undan fíkniefnadjöflinum ógurlega, eða þunglyndinu ógurlega. Þetta er náttúrulega hræðilegur bölvaldur á hverju heimili,“ segir Sigga við okkur í dag. „Við þurfum að muna það að þó við syrgjum þá ætlum við ekki að gera það alla ævi. Við ætlum líka að heiðra minninguna um það þegar hlutirnir voru góðir.“

Sigga segir líka að þegar maður deyr, léttist líkaminn um 21 gramm og segir okkur frá spítala sem mældi heilastarfsemi í langan tíma eftir andlátið.

„Elsku unga fólk, ég reyndi líka að fyrirfara mér á ykkar aldri, en lífið verður bara skemmtilegra með hverju árinu,“ segir Sigga.

SHARE