Morgunmatur barna um heiminn

Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins, þú hefur eflaust heyrt þetta áður. Okkur skortir samt oft hugmyndaflugið á morgnana og látum oft duga bara að fá okkur morgunkorn úr kassa, með mjólk. New York Times sendi ljósmyndarann Hannah Whitaker um heiminn til að mynda hvað það er sem börn borða á morgnana, meira að segja kom hún til Íslands.

Það kemur svo sannarlega á óvart hvað morgunmaturinn er fjölbreyttur í heiminum.

 

Saki Suzuki, tæplega 3 ára í Tókýó

kidsbreakfast-wcth01

kidsbreakfast-wcth02

Á boðstólnum eru: Hvít hrísgrjón, Miso súpa, grasker soðið upp úr sojasósu, sætt Sake, súrsuðu gúrka (Saki finnst það síst af öllu), eggjakaka og grillaður lax. 

Doga Gunce Gursoy, 8 ára í Istanbúl

kidsbreakfast-wcth03

kidsbreakfast-wcth04

Á boðstólnum er: Blanda af hunangi og rjóma en sú blanda er kölluð Kaymak og er sett á ristað brauð. Grænar og svartar ólífur, steikt egg með sterkri sósu sem heitir Sucuk, smjör, harðsoðin egg, sýróp úr vínberjum (pekmez) með tahini á toppnum, sultur, bakkelsi, tómatar, gúrkur, radísur og annað ferskt grænmeti. Mjólk og appelsínusafi. 

Nathanaël Witschi Picard, 6 ára í París

kidsbreakfast-wcth05

kidsbreakfast-wcth06

Á boðstólnum: Kiwi, brauðsneið með smjöri og brómberjasultu (sem amma hans og afi bjuggu til), morgunkorn með mjólk og nýkreistu appelsínusafi.

 

Phillip og Shelleen Kamtengo, 4 ára í Malaví

kidsbreakfast-wcth07

kidsbreakfast-wcth19

Á boðstólnum hér er: Sæt kaka sem ber heitið chikondamoyo, soðnar kartöflur og te. 

Koki Hayashi, 4 ára, Tókýó

kidsbreakfast-wcth09

kidsbreakfast-wcth10

Á boðstólnum er: Græn paprika með örsmáum þurrkuðum fisk, sojasósa og sesamfræ. Hrá egg og sojasósa blönduð saman og hellt yfir heit hrísgrjón en það er kallað kinpira. Rótargrænmeti í sesamolíu, hrísgrjón, miso súpa, vínber, pera og mjólk.

Viv Bourdrez, 5 ára í Amsterdam

kidsbreakfast-wcth11

kidsbreakfast-wcth12

Á boðstólnum hér er: Mjólkurglas, brauðsneið með ósöltuðu smjöri og það sem er mikilvægast af öllu hér er „hagelslag“.

Birta Guðrún Brynjarsdottir, 3 og hálfs árs í Reykjavík Íslandi

kidsbreakfast-wcth13

kidsbreakfast-wcth14

Á boðstólnum hér er hafragrautur sem er venjulegur morgunmatur á Íslandi. Hún fær eina skeið af þorskalýsi. Þegar sólin skín ekki og það er dimmt mestan part sólarhringsins þá er gott að fá D vítamín sem er mjög mikið af í lýsinu.

Aricia Domenica Ferreira, 4 ára og Hakim Jorge Ferreira Gomes, 2 ára, São Paulo, Brasilíu

kidsbreakfast-wcth15
kidsbreakfast-wcth17

Á boðstólnum hér er súkkulaðimjólk hjá stúlkunni en Hakim er með kaffi með mjólk í sínu glasi. Í Brasilíu er það mikill partur af menningunni að gefa börnum kaffi og ein af fyrstu minningum barna tengjast oft á tíðum fyrsta kaffisopanum. Svo borða þau systkini brauð með skinku og osti.

Emily Kathumba, 7 ára, Chitedze, Malaví

kidsbreakfast-wcth18

 

kidsbreakfast-wcth08

Á boðstólnum hér er: Einskonar hafragrautur sem kallaður er phala með soja og jarðhnetuhveiti. Djúpsteikt fritter, ásamt soðinni sætri kartöflu og graskeri. Djúsinn er gerður úr þurrkuðum Hawaii rósum og sykri.

Oyku Ozarslan, 9 ára í Istanbúl

kidsbreakfast-wcth20
kidsbreakfast-wcth21

Á boðstólnum hér er: Brauð með grænum og svörtum ólífum, nutella, tómatur, harðsoðið egg, jarðaberjasulta, smjör og ostar.

 

Tiago Bueno Young, 3 ára, São Paulo í Brasilíu

kidsbreakfast-wcth22

kidsbreakfast-wcth23

Á boðstólnum hér er: Kornflögur, bananakaka og brauð sem heitir bisnaguinha, og er oftast borið fram fyrir börn með mildum smurosti.

 

SHARE